Ég setti þessa síðu saman 2. jan 2020 svo ég geti haldið utan um áramótaheitin mín. Ef vel tekst til þá munu ég vonandi setja inn annað heldur en bara útdrætti úr bókum. Einnig nota ég þessa síðu til þess að prófa svokallaðan “static site generator”, í þessu tilfelli Jekyll. Síðan er hýst á Github og eins og er, þá líst mér vel á.
Mitt fyrsta áramótaheiti var að lesa eina bók á mánuði og skrifa “útdrætti” á síðuna. Ég hef náð að halda því en vill breyta áramótaheitinu úr því að vera fastmótað yfir í að vera sveigjanlegra. Svo markmiðið sé ekki að “lesa 12 bækur á árinu.” heldur “að lesa meira.”. Sú breyting, á sjálfum mér, mun vonandi leiða til þess að ég lesi meira en 12 bækur á árinu en breytingin er mér meira virði heldur en markmiðið sjálft.