Ég hef síðustu ár reynt að lesa fleiri bækur en það hefur gengið illa. Ég byrja að lesa einhverja bók en svo kemur í ljós að ég man ekki nafnið á persónum, í hvaða röð hlutirnir gerðust og ég gefst upp (eða klára bókina sem hljóðbók). Mig langar til að bæta mig og því hef ég ákveðið að lesa eina bók á mánuði og skrifa um hana útdrátt. Ég hef ENGA reynslu af því að skrifa nokkuð… Þetta verður eitthvað.