Bigginn

Þessi síða heldur utan um áramótheitið mitt 2020, að lesa meira.

© 2020. Byggt á Hyde

I am legend


Fyrsti hluti: Janúar 1976

Fyrsti kafli

11 jan 2020

Í fyrsta kafla kynnumst við söguhetjunni okkar, Robert Neville. Hann býr einn í húsinu sínu sem hann hefur víggirt. Gluggarnir eru lokaðir af með timbri og hvítlaukum, speglum speglar endast ekki og því er hann hættur að nota þá. Hann er stressaður vegna þess að það er skýjað og þá getur hann ekki verið viss um það hvenær sólin sest. Þegar sólin sest þá koma Vampírur úr fylgsnum sínum og reyna að brjótast inn í húsið. Það hafa þau reynt að gera á hverju kvöldi frá því að heimsfaraldur skók heiminn og flest mannfólkið drapst eða breyttist í vampírur. Neville reynir að sofa þrátt fyrir að vampírurnar eru fyrir utan húsið alla nóttina og reyna að brjótast inn.

Annar kafli

11 jan 2020

Neville vaknar snemma um morgunin og hann hefst handa. Hann þarf að ná í birgðir, fara með vampírur sem liggja dauðar fyrir utan húsið hanns í pytt og í leiðinni þá þarf hann að drepa vampírurnar sem sofa á meðan sólin skín. Hann fer í Sears og nær þar í vatnsflöskur. Á efri hæðinni finnur hann hjón sofandi, kvennvampíran er í rauðu dressi, hún minnir hann á Kathy. Við vitum ekki hver það er en hún er mikilvæg persóna í huga Nevilles. Hann rekur stjaka í hjartað á henni og hún tekur inn djúpan andardrátt og deyr. Í kjallaranum finnur hann 5 vampírur til viðbótar sem hann stjaksetur. Þennan dag notaði hann alla stjakana sína, 47 talsins.

Þriðji kafli

11 jan 2020

Neville kemur heim og læsir sig inni fyrir sólarsetur. Það að drepa vampírur tekur á hann því þau líta út eins og lifandi fólk þegar þau sofa. Það voru tólf vampírubörn samtals, sem hann drap og það tekur á hann. Hann byrjar að drekka whiskey og verður fullur, röflar um vampírurnar, sker á sér hendina og arkar næstum út til að enda þetta. En hann rankar við sér, bindur um sárið og fer að sofa.

Fjórði kafli

11 jan 2020

Vekjaraklukkan hringdi ekki, því hann var of fullur nóttina áður til að muna eftir því að setja hana í gang. Þynkan er hræðileg. Í brjálæðiskasti arkar Neville út fer upp í bílinn sinn og keyrir af stað. Ómeðvitað keyrir hann að gröf konu sinnar og syrgir þar. Í kirkjugarðinum liggur dauð vampíra og hann áttar sig á því að sólin virðist drepa vampírurnar. Árangur. Spenntur yfir nýrri uppgötvun sinni fer hann og leitar að “hálflifandi” konu og dregur hana úr fylgsninu sínu. Þar rengist hún um, hún er greinilega að þjást þar til hún drepst. Hann lítur á úrið sitt, hún er þrjú, og hann hugsar með sér að hann ætti að hafa tíma til að geta brunað heim að sækja hlífðarfatnað og svo sækja hana og svo bruna heim með hana. Þegar hann er búinn að henda henni í skottið á bílnum lítur hann aftur á klukkuna. Hún er þrjú. Hann gleymdi að vinda úrið. Shit!

Fimmti kafli

12 jan 2020

Hann skelfur af hræðslu á meðan hann brunar heim á leið. Til að byrja með sér hann engar vampírur koma út úr húsunum, en þegar hann kemur að Compton þá sér hann þær byrja að elta bílinn sinn. Þegar hann kemur að húsinu sínu sér hann að þær eru búnar að umkringja húsið. Hann myndar plan þar sem hann keyrir hægt framhjá þeim til þess að fá þær til að elta sig, sem þær gera, hann keyrir í hring og nær naumlega, eftir að hafa barist við nokkrar vampírur, að komast inn.

Vampírurnar rústa öllu í bílskúrnum hanns og bílnum hanns. Rafmagnið er farið af húsinu.

Annar hluti: Mars 1976

Sjötti kafli

12 jan 2020

Um tveir mánuðir eru búnir að líða, hann er búinn að finna nýan bíl, endurbyggja húsið sem nú er hljóðeingrað. Honum finnst gott að þurfa ekki lengur að hlusta á Ben Cortman hrópa til hanns á hverju kvöldi. þetta mikkla verk hélt honum uppteknum. Hann hugsar aftur í tímann, kannski er einhver lausn á þessum vampírum þar að finna. En það eina sem hann finnur er sársauki þegar hann hugstar til þess hvernig konan hanns Virginia var veik og dóttir þeirra þurfti að halda áfram að fara í skólan þrátt fyrir faraldurinn. Í ljós kemur að Ben Cortman er gamall vinnufélagi hanns Neville.

Sjöundi kafli

12 jan 2020

Neville er að reyna að átta sig á því hvað það er vil hvítlauk sem gerir það að verkum að vampírur þola hann ekki. Hann finnur efnafræðibók og kemst að því að “allyl sulphide” er efni í hvítlauk. Hann leggur það á sig að verða sér út um vísindadót til að geta búið efnið til. Hann fer út að degi til að leita að vampíru í fylgsni sínu. Hann finnur eina og sprautar hana með efninu. Ekkert gerðist.

Hann verður öskuillur og tekur hana með sér heim. Þar bindur hann hana rækilega í stól, hengir upp kross fyrir framan hana og bíður þangað til hún rankar við sér. Þegar hún rankar við sér og sér krossinn þá kippist hún til. “Afhverju ertu hrædd við krossinn?” spyr Neville en hún ansar engu og horfir bara um. Þegar hún tekur eftir Neville þá starir hún á hann og sleikir út um. Hann reynir að yfirheira hana og treður krossinum framan í hana, hún byltir sér við. Hann ber hana í hausinn og drepur hana, tíu mínutum síðar kastar hann henni út úr húsinu. Hann heyrir þegar vampírurnar kjamsa á henni.

Áttundi kafli

14 jan 2020

Neville prófar að sprauta hvítlauksblöndu á vampírurnar, það gerir ekkert. Ben Cortman minnir hann á grínleikara sem hann horfir stundum á í myndvarpanum sínum. Hann reynir að hugsa til þess hvað það sé sem valdi því að vampírurnar þola ekki krossa. Hvað myndi gerast ef múhammeðsvampíra sæi krossinn? Tilhugsunin fær hann til að hlæja upphátt og honum bregður við það, því hann hafði gleymt því hvernig það hljómaði að hlæja.

Hann hugsar til þess þegar hann drap vampíru í fyrsta skipti með stjaka, hún fuðraði upp í ösku af salt og sandi. Það tók mjög á hann og hann hugsar til þess hvort Veronica sé núna eins og fyrsta vampíran sem hann drap. Aska af salt og sandi.

Níundi kafli.

19 jan 2020

Þetta er morguninn sem Virginia lést. Neville á erfitt með að sætta sig við raunveruleikann. Hann ýmindar sér atburðarrásina sem færi af stað ef hann hefði samband við yfirvöld. Þeir myndu koma, grímuklæddir, og fara með hana í stóran pytt þar sem hún væri brennd til ösku. Það er ólöglegt að jarða fólk og við því er dauðarefsing. Neville getur ekki sætt sig við það að Virginia verði brennd. Hann fer til nágranna síns, Ben Cortman, og ber þar á dyr en enginn svarar. Hann arkar inn og finnur Ben og konuna hanns, látin. Konan hanns er blóðug á hálsinum en Ben hefur engin ummerki á sér.

Neville hunsar þau, tekur pick-up trukkinn hanns Bens, saumar hann taupoka utan um Virginiu og keyrir af stað. Hann leitar og leitar að stað til að jarða hana þar sem enginn sér til. Hann finnur túnakur jarðar hana þar.

Tveir dagar líða og Neville sér engann tilgang í lífinu. Hann sér allt í tvenningu: tvennir koddar, tvennir bollar, tveir dagar en hann er búinn að missa hinn helminginn af sjálfum sér. Hann vaknar um nóttina við eitthvað þrask við útidyrahurðina. Það er Virginia.

Tíundi kafli

20 jan 2020

Það er sjöundi Apríl, 2076. Neville ákveður að fara á bókasafnið því “rannsóknirnar” sem hann hafði verið að gera á vampírunum skiluðu engum árangri og þeir voru frekar slembikenndar. Hann er á því að þetta hefur eitthvað með blóðið í vampírunum að gera og hann vill lesa allt sem hann getur um hvernig blóðið fúnkerar í líkamanum.

Hann er búinn að læra um “lymphatic”-kerfið. (sem sér um að flytja til og frá blóðinu???). Hann spáir í því hvort gerlar geti haft eitthvað með dreifingu á þessum vampírusjúkdóm. En það gengur ekki allt upp, því afhverju virka þá bara viðarstjakar og afhverju eru þær hræddar við krossa. Hann ákveður að hunsa það svo hann geti haldið áfram að vinna í “lymphatic”-/-gerla tilgátunni sinni. Hann neyðir sjálfan sig til svefns þó hann vilji halda áfram en svo vaknar hann klukkan þrjú um nóttina, það er brjálaður sandstormur fyrir utan, hann var búinn að fatta “tenginguna”. (Ég veit ekki hvaða tenginu, líklegast milli vampíranna og gerla tilgátunnar)

Ellefti kafli

27 jan 2020

Neville fer í vísindagír, hann verður sér út um góðan smásjá og leggur á sig að læra á hann til að finna út úr því hvort vampírurnar séu í raun og veru með geril í sér. Það tekur óra tilraunir en það reynist raunin. Neville nefnir gerilinn Bacallium Vampiris. Hann verður þunglindur við Tilhugsunina að hann hafi uppgötvað þetta of seint því nú þegar séu allir með þennan sýkil.

Neville les bækur um sýkla og það er útskýrt (sem samtal Neville’s við sjálfan sig) að sýklar geta tekið sér mismunandi form eftir því hvort það sé nægilegt magn af næringu í umhverfi sýkilsins eða ekki. Það er gert til að útskýra afhverju vampírunar eru ekki hindurvitni. Hann er alltaf að reyna að skilja afhverju vampírurnar eru eins og þær eru en hindurvitni er ekki nægileg útskýring fyrir hann.

Tólfti kafli

27 jan 2020

Meiri vísindi. Hann sprautar sýkt blóð með “allyl sulphide”, sem er aðal efnið úr hvítlauk, en það hafði engin áhrif. Afhverju forðast vampírurnar hvítlauk, hugsar hann með sér.

Hann veit að vampírurnar eru með sýkil, sem er smitandi, sólarljós drepur sýkilinn, laukur hefur áhrif. Það getur hann útskýrt. En afhverju sofa sumar vampírur í mold, afhverju forðast þær spegla eða rennandi vatn. Afhverju eru sumar hræddar við krossinn. Ekkert af þessu meikar sense, hann verður brjálaður út í sjálfann sig fyrir að geta ekki fundið út úr þessu og fer á bender.

Hann hefði drukkið sig til bana ef það hefði ekki verið fyrir hund. Það var hundur í garðinum hjá honum. Um leið og hundurinn tekur eftir honum þá flýr hann. Neville hleypur, þunnur eins og andskotinn, a eftir honum en hann hverfur fyrir horn.

Hann gat ekki hugsað um neitt annað en hundinn.

Þrettándi kafli

27 jan 2020

Neville setur mat út í garð fyrir hundinn á hverjum degi. Hundurinn kemur daglega og Neville reynir að færa sig nær og nær hundinum. Hægt og rólega kemst hann alveg upp að honum en hann veit að hann getur ekki snert hundinn því þá mun hundurinn flýja. Hann talar við hundinn svo hundurinn gæti vanist hljóðunum í honum.

Einn dag kemur hundurinn ekki. Neville panikkar og reynir að finna hundinn en hann er hvergi. Nokkrum dögum síðar sér hann að maturinn er horfinn. Hann sér hundinn særðann í fjarska og eltir hann og sér að hundurinn býr í holu undir húsi. Hann reynir að ná til hanns í holuna en það gengur ekki. Nokkrum dögum síðar kemur hundurinn aftur, næstum örmagna og reynir að ná í mat í garðinum og Neville nær hundinum og kemur honum inn í hús. Hundurinn er afar hræddur en Neville nær að róa hann niður. Hundurinn er með sýkilinn og deyr viku síðar.

Fjórtándi kafli

27 jan 2020

Drykkjuskapurinn lagðist niður. Í heimi eintóms hryllings er enga vona að finna og Neville er búinn að missa alla von. En í því ástandi finnur hann frið. Það að jarða hundinn tók ekki á hann því með hundinum gróf hann vonina. Það eina sem hægt er að gera er að vinna svo Neville fer og heldur ótrauður áfram.

Ári áður hafði trúarnöttari dregið Neville af götunni á trúarsamkomu. Þar sá hann hvernig fólkið var í trans og saman trúði það öllu sem presturinn pretikaði. Nú hringlaði þessi minnig í hausnum á Neville því þessi trú sem deildist meðal fólsksins útskýrði margt. Sumar vampírur þoldu ekki krossa en aðrar ekki kóraninn eða torah. Aðrar ekki rennandi vatn eða spegla. Þetta voru draugar frá fyrra lífi. Sálrænir kvillar vampíranna.

Þriðji hluti: Júní 1978

Fimtándi kafli

27 jan 2020

Það eru rúmlega tvö ár búin að líða síðan hundurinn dó. Neville virðist vera kominn með “sálarró” og er búinn að sætta sig við stöðuna. Þessi dagur, líkt og flestir dagar, gekk út á að leita að Cortman. Í miðri leitinni, í fjarskanum, sá hann konu. Hann trúði því varla og kallaði því til hennar. Við ópin hljóp hún í burtu. Neville brunar til hennar á meðan hún flýr en hann nær að grípa í hana. Hún reynir að hrifsa sig í burtu en hann dregur hana inn í húsið sitt. Hún heitir Ruth.

Sextándi kafli

1 feb 2020

Næsti dagur. Hann þurfti að læsa hana inni í herberginu sínu því hún varð sturðluð af hræðslu eftir að hann dróg hana inn í húsið sitt. “Er hún sýkt?” er það eina sem hann getur hugsað. Þegar hún loks vaknar og kemur fram þá tala þau saman. Hann spyr hana um fjölskylduna sína og hvernig hún hafi lifað af. Hann treystir henni ekki. Hún segist hafa búið með manninum sínum frekar nálægt. Hvernig gat hann Neville samt aldrei hafa séð nér heyrt í þeim? Neville hefur loksins náð ró en nú er kona komin í líf hanns. Hann er fullur efasemdar en hann vill ekki drepa hana nema hann sé viss um að hún sé vampíra. Þau spjalla fram að kvöldmat og hún ætlar að arka út en hann segir henni að hún geti það ekki. Vampírurnar eru komnar á kreik.

Sautjándi kafli

1 feb 2020

Yfir kvöldmat talar hann við hana um vampírurnar og hún spyr hann um allskonar. Muninn á lifandi og dauðum vampírum. Hann segist ekki skilja hvernig þau sem eru enn lifandi geti verið lifandi, það eru meira en þrjú ár síðan sjúkdómurinn byrjaði að breiðast út. Hann segir henni frá því hvernig hann komst að því hvernig hann gæti aflífað vampírur sem væru “lifandi” en í kóma á daginn. Henni hryllir við því og hún spyr hvernig hann geti mögulega drepið þær en hann útskýrir fyrir henni að þær verði á endanum eins og dauðu vampírurnar og ráfi um og drepi allt sem fyrir þeim verði. Neville vill skoða blóðið í henni en hún grátbiður hann um að skoða það um morguninn. Hann reynir að útskýra fyrir henni að hann muni ekki meiða hana ef hún sé með vampírugerilinn en hún nær að fá hann til að smaþyggja að skoða blóðið um morguninn.

Átjándi kafli

  1. feb 2020

Neville vaknar við martröð um Virginiu, hann hoppar upp úr sófanum öskrandi “Virge!”. Í myrkrinu heyrir hann í Ruth, hún segir “þetta er bara ég”. Hún er fullklædd. Afhverju er hún fullklædd. Ætlaði hún að fara út? Um miðja nótt? Hún reynir að hugga hann og hann segir henni frá því að hann hafi jarðað Virginiu en tvemur dögum síðar hafi hún komið aftur og hann hafi þurft að drepa hana með viðarstjaka. Gríma hefur í sálu hanns völd. Þau sitja í örmum hvors annars. Neville stendur upp og dregur hana inn í næsta herbergi að skoða blóðið í henni undir smásjá. Hún grátbiður hann um að gera það ekki en hann reynir að segja henni að hvað sem kemur út úr því þá mun hann ekki meiða hár á höfði hennar. Er hann horfir niður smásjáinn er hann rotaður.

Nítjandi kafli

  1. feb 2020

Hann rankar við sér, útidyrahurðin er opin og það er bréf á borðinu hanns. Bréfið er frá Ruth. Í því viðurkennir hún að hún sé njósnari og næstum allt sem hún sagði honum var lygi. Hún segir honum að hún vilji að hann lesi bréfið því hann sé í hættu. “lifandi” vampírurnar eru byrjaðar að reyna að byggja upp samfélagið á ný. Þau séu búnar að finna upp aðferðir til að geta verið í dagsljósi stóran hlut af degi. Hún segir honum frá því að hún hafi verið gift en Neville hafi komið inn um miðjan dag og drepið manninn hennar. Hún biður hann um að flýja húsið og koma sér upp í fjöllin eða einhvert burt, því samfélagið hennir hati hann og muni mögulega vilja drepa hann og þá sem eru eins og hann.

Fjórði hluti: Janúar 1979

Tuttugasti kafli

  1. feb 2020

Þeir komu að nóttu til. Neville heyrir þegar bílar keyra að húsinu hanns. Út um glæju-gluggann horfir hann á jakkafataklæddar “lifandi” vampírur stíga út úr bílunum sínum og skjóta niður brjáluðu vampírurnar sem voru fyrir utan hjá honum. Hann sér Cortman flýja upp á þakið á húsið og hann heyrir þegar hann klifrar ofan í strompinn á húsinu sínu. Neville var búinn að leita út um allt af Cortman í mörg ár og hann faldi sig strompinum hanns. Jakkafataklæddu-vampírurnar skjóta Cortman. Neville var búinn að ákveða að hann ætlaði ekki að berjast við hið nýa samfélag heldur ætlaði hann að leyfa þeim að taka sig. Hann vildi sjá hvernig réttlæti þetta samfélag hefði búið til. Jakkafataklæddu-vampírurnar ganga upp að hurðinni hanns en byrja svo að skjóta á hurðina hanns. Ætla þær að drepa Neville? Neville panikkar og flýr inn í svefnherbergið sitt og leggst upp í rúmið með skambyssu í hendinni. Það verður stuttur skotbardagi, Neville er skotinn í búkinn en lifir. Þeir draga hann út í bíl.

Tuttugasti og fyrsti kafli

  1. feb 2020

Neville vaknar sárþjáður í herbegi, það eru rimlar á glugganum. Hann veit hvar hann er. Ruth kemur inn, hún er orðinn háttsettur aðili í samfélaginu. Hún segir honum að þau ætli að taka hann af lífi en hún gefur honum tvær töflur svo hann geti endað líf sitt sjálfur. Hún fer. Þrátt fyrir sársaukann nær hann að skrölta að glugganum og hann horfir út og það er stór hópur af fólki búinn að safnast fyrir utan fangelsið. Ein vampíran tekur eftir honum og svo allar vampírurnar og það grafarþögn leggst yfir hópinn. Á þeirri sekúndu áttar Neville sig á því að það eru vampírurnar sem eru hræddar við hann. Hann getur ekki annað en hlegið. Hringurinn hefur verið fullkomnaður. Vampírurnar voru þjóðsagan sem terroriseraði hina lifandi og nú var hann orðinn þjóðsagan sem terroriseraði þær. Hann er þjóðsagan.