24 Apríl 2020
Er ég sat upp í bústað, skyldaður í kvarantín, fann ég þessa skemmtilegu bók. Eftir að hafa lesið hana ákvað ég að reyna að semja eina slíka. Þetta er afraksturinn.
Ég sat og las Limrur fyrir landann
Sú bók virtist leysa einn vandann
Því ég settist og orti
af orðaforðaskorti
um einangrunarhelvítisfjandann!
Bókin er gefin út 2009, stuttu eftir hrunið 2008 og því er stundum fjallað um ástandið og fjárglæframenn. Flest kvæðin innihalda málsgrein um hvert kvæði. Það hjálpar manni að komast í “rétt hugarástand” fyrir lesturinn, ef svo má að orði komast. Formálinn er einnig mjög skemmtilegur og segir stuttlega frá uppruna limrunar í íslenskt kvæðamál.