Formálinn hefst á skemmtilegri tilvísun:
,,Hvernig stundar maður annars þennann “stóisma” nákvæmlega?”
Fjölmargar athugasemdir á r/stoicism
Eftir það er fjallað um það hvernig bókin er sett up. Sjálfstæðir stuttir kaflar sem eru í boðhætti því það er “framkvæmdin” sem kaflinn fjallar um.
Einnig varar bókin við því að lesa eingöngu þessa bók því hún sé helst hugsuð sem fylgirit (meðlæti?) uns maður les kenningar stósima.
Í dögun, þegar þú átt erfitt með að fara fram úr rúminu, segðu við sjálfan þig:
- Sem manneskja, þá verð ég að vinna.
- Hverju hef ég að kvarta yfir, ef ég er að gera það sem ég fæddist til að gera?
- Er þetta ástæðan þess að ég kom í heiminn? ... að kúra undir sæng.
... það er ljúft þar ...
Svo þú fæddist til að upplifa það sem er ljúft? En ekki að gera eitthvað og upplifa? Sérðu ekki hvernig plöntur, fuglar, maurar, köngulær og býflugurnar gera það sem þær þurfa að gera, koma skipulagi í heiminn eins vel og þau geta? En þú ert ekki tilbúinn að gera það sem þú, sem manneskja, fæddist til að gera? Hví ertu ekki að gera það sem náttúran krefst af þér?
Markús Árelíus, Hugleiðingar bók 1.
Kaflinn er að mestu þessi tilvísun. Fjallað er um að of mikill svefn sé slæmur fyrir mann en svo er áhersla lögð á að hver stund sem glatast í umframsvefn er stund sem ekki er nýtt í hugleiðslu, upplifun eða reynslu. Hún einfaldlega tapas og þú færð hana aldrei aftur.
Andaðu djúpt, þú hefur hvílt þig nóg.
Taktu stundina og lifðu lífinu.
Pýþagóringar leggja til þess, við upphaf dags, að horfa til himinana til að minna okkur á pláneturnar sem stanslaust gera hið sama og á sama hátt vinna sína vinnu. Þau eru flekklaus því yfir þeim er engin blæja.
Markús Árelíus, Hugleiðingar XI.27
Lorem Ipsum
Halltu þig ætíð við eftirfarandi: Ekki gefa eftir við mótlæti, treistu ekki á hagsæld, og taktu eftir að örlög falla sem þeim hentar. Láttu því sem svo að örlögin munu gera allt það sem þau geta gert. Því þá mun það verða minna áfall, þegar það sem þú hefur búist við að muni gerast, gerist
Seneca, Bréf frá stóista.
Lorem Ipsum
Þegar þig hrífur hughrif, segðu við þig sjálfan: "Þú ert aðeins hughrif en ekki uppruni þess". Svo skalltu vega það og meta út frá viðmiðum þínum. Og allra hellst þessu: "Er þetta eitthvað eitthvað sem er handan minni stjórn?". Ef svo er, þá skalltu vera tilbúinn með svarið "Þetta varðar mig ekkert um."
Epiktetos, Handbók Epiktets.
Lorem Ipsum
Segðu sjálfum þér á morgnanna: Í dag mun ég rekast á forvitið, vanþakklát, ofbeldisfullt, sviksamt, öfundsjúkt og frekt fólk. Þau eru þannig því þau hafa ekki þekkingu á því sem er gott né slæmt. Þau hafa ekki ákveðið að vera svona fólk en þau eru þannig og því er hegðun þeirra óumflýanleg. Að óska það öðruvísi væri líkt því að óska þess að ávextir vaxi ei á trjám.
Markús Árelíus, Hugleiðingar II.1.
Lorem ispum
Læknar hafa ætíð verkfærin við hendina skyldu þeir þurfa á þeim að halda, einnig ættir þú að þínar meginreglur á til taks... [illþýðanlegt]
Markús Árelíus, Hugleiðingar III.13.
Lorem ispum
Mundu að það nægir ekki að vera sleginn eða móðgaður til þess að særast, þú þarft að trúa því að það sé verið að særa þig. Gerðu þér grein fyrir það að takist einhverjum að ögra þér, þá er hugur þinn meðsekur. Það er ástæða þess að við viljum ekki bregðast við hughrifum af hvatvísi. Taktu þér tíma áður en þú bregst við, þú munt sjá að það er auðveldara að viðhalda stjórn.
Epiktetos, Handbók Epiktets XX.
Lorem Ipsum