02 jan 2020
Kaflinn hefst á hugsunum Noboru (13 ára) um hvað muni gerast ef það skyldi kvikna í húsinu sem hann býr í því móðir hanns hafði læst hann í herberginu sínu. Ástæðan fyrir því er sú að hann hafði áður stolist út um nótt með genginu sínu og síðan neitað að segja frá hver væri höfuðpaur gengisins þegar hann var handsamaður.
Í reiðiskasti, fastur í herberginu sínu, byrjar Noboru að tæma skúffurnar úr kommóðunni sinni út um allt gólf og lætur hann skúffurnar sjálfar fylgja með. Við það tekur hann eftir ljósi, skýnandi innan um gat innst í kommóðunni. Reynist það vera gat sem hann getur fylgst með því sem gerist í herberginu hjá móður sinni. Sem hann gerir nú á hverju kvöldi. Hann gengur frá eftir sig því hann vill ekki að móðir hanns uppgötvi gatið.
Faðir Noboru lést þegar hann var 8 ára.
Dag einn kemur sjómaður, Tsukazaki, í mat. Móðir Noboru hafði útskýrt fyrir Noboru að hún vildi þakka Tsukazaki fyrir að hafa sýnt Noboru skipið sem hann sigldi á. Þau fara svo út á lífið en koma aftur og Noboru fylgist með í gegnum gatið.
03 jan 2020
Kaflinn er sagður frá sjónarhorni og hugsunum Rijugi Tsukazaki er hann vaknar einsamall í rúminu hennar Fusako Koroda, móður Noboru. Hún hafði farið framúr um morgunin til að aðstoða Noboru áður en hann færi að synda með vinum sínum.
Á meðan Riuji bíður hugsar hann til þess hvernig hann missti sveindóminn með vændiskonu í höfn í Hong Kong. Riuji er líst sem einfara sem vill lítil samskipti við aðra hafa, sem hefur gaman af tónlist og hvernig hann varð sjómaður. Hann hafði engan sérstakan áhuga áhuga á sjómennsku heldur hafði hann óbeit á landi og hversu statískt það er. Til að byrja með var sjómennskan spennandi, að horfa á land birtast í sjóndeildarhringnum hrífandi. Með tímanum hefur hann þó misst áhugann á bæði landi og sjó (“Eitt sinn hafði varpað akkeri kveikt eld í hanns hjarta, meira en tíu ár af sjómennsku hafði kæft þann eld”).
Fusako kemur til Rijugi þegar Noboru er loks farinn og tekur fram að hann hafi verið undarlegur, líkt og hann hafi vitað. En hún hristir það af sér og segir að Noboru sé hrifinn af Riuji og því skipti það svo sem litlu máli.
04 jan 2020
REX Ltd. er lúxus verslun í Yokohama sem Fusako hefur rekið í 5 ár, síðan faðir Noboru lést. Verslunin selur jakkaföt, skyrtur, bindi og lúxusvarning frá Evrópu. Í versluninni starfa fjórar sölustúlkur og eldri maður sem framkvæmdastjóri, Ginza að nafni. Viðskiptavinirnir eru hellst til ríkt yfirstéttarfólk og leikarar. Fusako og Ginza eru bæði lunkin í að finna varning sem er bæða af góðum gæðum og flottur. Ginza fer í ferðir til Evrópu til að finna nýar vörur, Fusako getur það ekki lengur því hún er ein að sjá um Noboru.
Á skrifstofunni sinni dagdreymir Fusako um hvernig hún kynntist Tsukazaki tvemur dögum áður. Hún fór með Noboru niður að höfn að skoða skip því hann er óður í skip og veit töluvert um þau. Þau hitta Tsukazaki og hann sýnir þeim skipið Rakuyo.
Ginza vekur hana úr dagdrauminum svo hún geti afgreitt fræga leikonu, Yoriko. Henni finnst Yoriko oftast óbærileg en þennan dag þá pirrar Yoriko hana ekki því hún getur ekki hætt að hugsa um Tsukazaki. Er Yoriko fer þá fær Fusako sér samloku og samstundis heldur áfram að sjómanninn.
04 jan 2020
Tsukazaki skilur við Fusako um morguninn og hann ráfar um bæinn. Hann gengur inn í almenningsgarð og hugsar um nóttina sem hann átti með Fusako. Hann verður pirraður út í sjálfsann sig fyrir að hafa ekki getað útskýrt fyrir Fusako hvernig honum líði, sem sjómanni og hvernig draumurinn hanns um “ást til að deyja fyrir” er honum mikilvægur. Heldur talar hann um smáhluti. Hann finnur vatnsbrunn og bleytir andlitið sitt og skyrtuna sína. Hann sér Noboru með vinum sínum og Noboru hleypur til hanns. Við það rifjast upp fyrir honum að Fusako hefði sagt um morguninn að Noboru “hafi verið undarlegur, líkt og hann hafi vitað”. Tsukazaki verður stressaður en kallar til Noboru að þetta sé lítill heimur.
07 jan 2020
Noboru og gengið rambar á Tsukazaki í garðinum. Noboru veltir því fyrir sér hvernig hann egi að fá Tsukazaki til að segja ekki móður sinni frá því að hann hafi ekki farið að synda.
Noboru hafði farið að hitta vini sína úr genginu. Þeir notast við númer í staðin fyrir nöfn og Noboru er nr 3. Nr 2. hafði fundið stað þar sem þeir gætu fundað, bakvið gamlan lestarstöð sem hafði ekki verið í notkun lengi. Þeir fóru þangað og þeir tala um tilgangsleysi lífsins og hve fullorðnir eru tilgangslausir sömuleiðis. Noboru segir þeim frá sjómanninum, að hann telur sjómanninn eiga eftir að gera eitthvað stórfenglegt og að hann hafi farið að sofa hjá móður sinni. Þeir kippa sér ekki upp við það og restin af genginu hefur ekki mikið álit á sjómanninum, hann hlýtur að vera bara enn einn fullorðin einstaklingur sem lifir lífinu án þess að hugsa.
Gengið ákveður að fara heim til höfuðpaurs gengisins. Hann kemur frá ríkri fjölskyldu en það er aldrei neinn heima nema “butler”-inn. Þeir fara í bílskúrinn til að frá frið þar, því þeir höfðu ákveðið að þeir þyrftu að drepa kettling. Þeir klæða sig úr öllum fötunum og það var komið að Noboru að framkvæma verknaðinn. Þetta var prófraun Noboru til að sýna að hjarta hanns var kallt og dimmt. Hann greip um háls kettlingsins og fann hvernig hjartað pumpaði blóði um æðarnar. Hann ber hausinn á kettlingum á stórum viðardrumb. Fyrsta höggið var ekki nóg. höfuðpaurinn klappar honum á bakið og hrósar honum.
Höfuðpaurinn nær í skæri og “flakar” dýrið. Svo sker hann úr því inniflin og dreifir öllu dýrinu um gólfið. Strákarnir fylgjast allir spenntir með. Þetta er ekki lengur líf, né dýr. Noboru er orðinn að manni.
07 jan 2020
Noboru vildi kynna genginu fyrir Tsukazaki en þeir römbuðu á hann í garðinum og þar var hann eins og lúði. Hann hafði bleytt skyrtuna sína í vatnsbrunni og það var “leim”. Þeir spjalla saman og Noboru biður Tsukazaki um að segja ekki móður sinni frá því að hann hafi ekki verið í sundi. Tsukazaki varð stoltur af því að vera treyst fyrir leyndarmáli og samþyggir samstundis, en það fer líka í taugarnar á Noboru. Þeir spjalla um skip og siglingar og Tsukazaki tekur eftir því hversu vel Noboru virðist þekkja efnið. Noboru býður Tsukazaki heim og þeir halda áfram að spjalla og á endanum þá sofnar Noboru og Tsukazaki fer.
07 jan 2020
Kaflinn fjallar um það að Tsukazaki og Fusako hittast aftur (seinna um kvöldið eftir að Tsukazaki og Noboru hittust). Fusako vill ekki skilja við Tsukazaki eins og hver önnur hafnarmær sem syrgir sjómann sem fer, því forðast hún umræðuefnið því Tsukazaki siglir næsta dag. Þau fara út að borða og svo í göngutúr, þau enda í trjáþykkni þar sem þau kyssast. Fusako hringir í barnapíuna og segir henni að hún muni ekki koma heim þetta kvöld. Hún fer og gistir á hoteli með Tsukazaki.
Noboru verður alveg ær því hann vildi geta fylgst með út um gægjugatið sitt. Barnapían læsir hann inn í herberginu sínu og Noboru hugsar illa til Tsukazaki og að refsa þurfi honum.
Glæpir Tsukazaki eru:
Noboru dregur ásökun nr. 3. til baka.
10 jan 2020
Fusako og Tsukazaki vakna á hótelinu og leiðir skilja. Hún fer heim að skipta um föt og sækja Noboru. Hún fer í yukata (tegund af “sumar”-kimono) því það verður langt þangað til að hann sér konu í kimono aftur. Fusako og Noboru fara niður á höfn og bíða þangað til að Tsukazaki kemur til þeirra. Tsukazaki langar til að kyssa Fusako en þorir því ekki út af því að Noboru er þarna. Þau enda á að kveðja með handabandi og Tsukazaki og Noboru segjast ætla að vera duglegir að senda hvor öðrum bréf. Skipið siglir úr höfn.
10 jan 2020
Tsukazaki kemur í höfn 30 des. Það er rigning þegar hann stígur inn á höfnina þegar hann heyrir schaufer kalla á sig. Það er schaufer-inn hennar Fusako. Hann stekkur alsæll inn í bílinn hennar og hann segir við sjálfann sig “Ég vissi að þú tækir á móti mér!”. Fusako og Tsukazaki hafa verið í bréfaskiptum og samskipti þau kyssast og spjalla án þess að það sé einhver tregða, þau höfðu bæði haft áhyggjur af því. Tsukazaki fer upp í herbergi til Noboru, sem þykist vera veikur, og gefur honum “uppstoppaðan krókodíl” (er ekki viss) og segir honum sögu um að krókodíllinn sé búinn til af indjánum og sé hluti af búning sem þeir dansa í. Noboru spyr Tzukasaki hvenær hann siglir aftur, spurningin sem Fusako hræddist mest. Tsukazaki svarar “ég er ekki viss” og Noboru verður reiður og skrifar í dagbókina sína nýan glæp Tzukasaki:
10 jan 2020
Tsukazaki og Fusako eyddu ekki gamlársdeginum saman og þeim þótti það eðlilegt. Fusako þurfti að vinna í REX og Tsukazaki hafði tekið að sér vakt um borð í Rakuyo. Þau hittust seinna um kvöldið og ákveða að hlaupa út í almenningsgarðinn og bíða þar eftir sólarupprásinni. Á meðan þau bíða sofnar Fusako og Tsukazaki hugsar til þess hvort að hann sé tilbúinn að gefa sjóinn og frelsið upp á bátinn. Hann hafði alltaf verið viss um að eitthvað stórfenglegt biði hanns, en hann var á 34 aldursári og hann var búinn að missa trúna á það. Rétt fyrir sólarupprás missir hann bónorð út úr sér og Fusako samþyggir. Þau fara afftur inn í húsið og fagna nýu ári.
11 jan 2020
Yoriko kemur til REX að versla. Hún hafði ekki unnið nein verðlaun sem leikari og Fusako ákveður að bjóða henni út að borða. Þau spjalla og Fusako missir út úr sér allt um Tsukazaki. Yoriko segir Fusako að hún egi að ráða spæjara til að rannsaka Tsukazaki. Fusako gerir það og viku síðar hringir Yoriko í hana og les upp úr skýrslunni frá spæjaranum. Tsukazaki er sá sem hann segist vera og Fusako er ánægð með niðurstöðurnar.
Skipið sem Tsukazaki siglir á siglir úr höfn en Tsukazaki er ekki um borð. Hann gistir hjá Fusako og hún reynir að kenna honum á reksturinn á versluninni.
11 jan 2020
Skólinn hefst á ný og gengið ákveður að hittast. Höfuðpaurinn hafði ekki sést allt sumarið því hann fór með foreldrum sínum til Kyoto. Þeir fara saman niður að gamallri höfn og finna þar fullt af yfirgefnum kössum og leika sér þar. Brátt snýst umræðan þeirra um Tsukazaki og það að hann sé hættur að sigla. Höfuðpaurinn spyr Noboru hvort hann vilji gera Tsukazaki aftur að “hetju” en hann vill ekki segja honum strax hvað þurfi að gera til þess. Umræðan snýst svo um feður og tilgangsleysi þeirra. Þeir virðast allir, fyrir utan Noboru, hafa skekta föðurýmindir heima. Faðir höfuðpaursins er sjaldan heima, faðir nr. 2 hefur barið hann þrisvar sinnum frá áramótum (það er 8 jan). Faðir nr. 4 er trúarnöttari og faðir nr. 5 er bytta sem hefur hjásvæfur. Noboru er hissa á því hversu “heppinn” hann hefur verið að faðir hanns dó við 8 ára aldur.
11 jan 2020
Fusako og Tsukazaki fara með Noboru á veitingastað þar sem þau segja honum hræðilegar fréttir. Tsukazaki og Fusako ætla að giftast og Tsukazaki mun verða nýr faðir Noboru. Feður eru það versta sem gengið hanns Noboru veit um. Eftir veitingastaðinn fara þau heim og Noboru fer upp í herbergið sitt, hann prílar inn í kommóðuna með vasaljós og ætlar að þykjast vera að læra þar en hann sofnar með ljósið á. Þegar Tsukazaki og Fusako fara upp í rúm þá tekur Tsukazaki eftir því að það er glampi að koma inn í herbergið frá vegnum hanns Noboru. Fusako veit strax hvað er að gerast og ræðst inn í herbergið hanns Noboru og hún tuskar hann til. Hún kallar á Tsukazaki og segir honum að hann þurfi að refsa Noboru fyrir perraskapinn. En Tsukazaki sýnir honum vægð.
11 jan 2020
Noboru kallar á neyðarfund með genginu. Þeir hittast og hann sýnir höfuðpaurnum bókina sína með listanum yfir glæpi Tsukazaki. Höfuðpaurinn segir að þeir verði að framkvæma strax því á meðan þeir eru undir 14 ára aldri er ekki hægt að kæra þá fyrir glæp. Þeir ákveða að fara skuli fyrir Tsukazaki eins og kettlingnum.
11 jan 2020
Tsukazaki fer fyrr heim úr vinnunni (REX) og segir að það sé vegna þess að hann ætli að hitta vin sinn frá sjómennskutíma sínum. Í raun hafði hann lofað að fara með Noboru að hitta gengið til að segja þeim frá sjómennskusögum. Strákarnir fara með Tsukazaki á afskektann stað og biðja hann um að segja sér sögur af sjómenskunni. Tsukazaki gleymir sér í sögunum sínum á meðan gefa strákarnir honum tee sem er fyllt af ópíóðalyfi. Að endingu réttir Noboru Tsukazaki síðasta tebollann og Tsukazaki hugsar með sér að teið, líkt og dýrðin, er bitur.